Skip to content
001

Um félagið okkar

Ef þú vilt gerast félagi í Jaðar félagi stjórnenda eða fá nánari upplýsingar um félagið, sendu þá fyrirspurn á (kristjans[HJÁ]n1.is)  Allar upplýsingar um kjarasamninga og sjóði félagsins (Sjúkrasjóður / starfsmenntasjóður) er að fá hjá Verkstjórasambandi Íslands  www.vssi.is  S:553-5040, ásamt öðrum gagnlegum upplýsingum.

002

Jaðar – Stjórnin

STJÓRN JAÐARS  EFTIR SÍÐASTA  AÐALFUND

Formaður: Kristján Sveinsson, Varaformaður: Magnús Óskarsson, Ritari: Guðbrandur Þorvaldsson,  Gjaldkeri: Einar P. Bjargmundsson,  Meðstj: Elín Klara Svavarsdóttir

sbfeatured

Sumarbústaðurinn í sveitasælunni

Niðri er svefnpláss er fyrir 6-7 manns og ferða barnarúm, uppi eru 6 dýnur ásamt svefnsófa.  Sængur og koddar eru fyrir 9, en leigjendur hafi með sér sængurfatnað, handklæði, diskaþurrkur, borðklúta og salernispappír.  Sækja um / skoða dagatal.

Recent Articles

21
Feb
Akranes-pjt2

Aðalfundur Jaðars félag stjórnenda 2016

JFSlogo300px

Aðalfundur

Jaðars  félag stjórnenda á Akranesi verður haldinn  í kaffistofu HB Granda Bárugötu 8-10 Akranesi,

mánudaginn  4. apríl 2016 kl. 20.00.

1.  Venjuleg aðalfundarstörf.

a. Skýrsla stjórnar
b. Reikningar félagsins
c. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
d. Kosning stjórnarmanna og varamanna
e. Kosning skoðunnarmanna reikninga
f. Ákvörðun um mánaðargjöld til félagsins
e. Tilnefning á aðal og varafulltrúa í stjórn VSSÍ

2.  Lagabreytingar.

(Engin tillaga um breytingu er frá stjórn)

3.  Sumarhús félagsins

að Norðurási 9, Kambshólslandi Svínadal 301 Akranes

a. Bjarni Kristófersson fer yfir störf Orlofsnefndar.
b. Önnur mál varðandi sumarbústað

4.  Önnur mál.

5.  Kaffiveitingar.

Stjórnin.

8
Júl
verkstjorinn2013

Verkstjórinn 2013 1. tbl.

Hér er hægt að skoða 1. tbl. 63. árgangs Verkstjórans á rafrænu formi.
útgáfudagur 4. júlí 2013

31
Maí
vssi

Afsláttarkort 2013

Félagskort til félaga VSSÍ voru send út í síðustu viku og ættu nú að hafa borist flestum.

kortvssi

Með kortunum fylgdi bréf með upplýsingum um þau fyrirtæki sem veita afslátt gegn framvísun kortsins.

Afslættina má einnig finna hér á heimasíðunni undir Fréttir / Afslættir eða einfaldlega með því að smella hér.

31
Maí
Kristjan

35. Þingi VSSÍ lauk á Akureyri 25. maí 2013

Stefna og framtíðarsýn var aðal umræðuefni á þinginu.

Þórður Sverrisson og Hólmar Svansson frá Capacent stýrðu umræðuhópum um framtíðarsýn sambandsins og félaganna allra.

Á laugardaginn voru niðurstöður kynntar en frekari vinna er framundan fyrir nýja stjórn VSSÍ sem var kosin á laugardaginn. Forseti er áfram Kristján Örn Jónsson en nýr varaforseti er Skúli Sigurðsson. Berg félag stjórnenda á Akureyri hélt þingið að þessu sinni og þótti takast vel.

Kristján Sveinsson kosinn í stjórn VSSí.

Jaðar félag stjórnenda fékk einn fulltrúa í stjórn VSSÍ á 35. þingi sambandsins á Akureyri .
Kristján Sveinsson formaður „ Jaðars félags stjórnenda „ fékk afgerandi kosningu í stjórn sambandsins .

9
Mar
Jaðar - félag stjórnenda

Aðalfundur

Aðalfundur Jaðars – félags stjórnenda var haldinn þann 6. mars síðastliðinn.

Meðal efnis á fundinum var kjör um tvo stjórnarmenn  og  voru  Einar Bjargmundsson og Magnús Óskarsson endurkjörnir.    Stjórnin er  því óbreytt.     Einnig var  kosið í Orlofshúsanefnd  til eins árs  og   er hún einnig óbreytt.

Stjórnina skipa:

  • Kristján Sveinsson
  • Magnús Óskarsson
  • Guðbrandur Þorvaldsson
  • Einar P. Bjargmundsson
  • Stefán Þórðarson

Orlofshúsanefnd skipa:

  • Baldvin Bjarki Baldvinsson
  • Bjarni Kristófersson
  • Magndís Bára Guðmundsdóttir

Þess ber að geta að sumarúthlutanir í bústaðinn verða sendar til félagsmanna í lok mars.  Við viljum minna á að hægt er að skoða dagatal fyrir sumarbústaðinn hér á varinni síðu, þeim félagsmönnum sem ekki er kunnugt um lykilorð til þess að opna þessa síðu er bent á að hafa samband við stjórnina.

Stjórnin